Starf í boði

sprogkoordinationSamband Norrænu félaganna (FNF) auglýsir starf verkefnisstjóra Nordisk sprogkoordination laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 19. október 2014. Sjá nánar hér.

Færðu inn athugasemd

Filed under Tungumál

Harry N skilur ekki

Harry NHarry N þarf aðstoð við að skilja innkaupalista sem er skrifaður ýmist á dönsku, norsku eða sænsku. Smelltu á réttar vörur á listanum. Skemmtileg leið til að auka orðaskilning.

Færðu inn athugasemd

Filed under Tungumál

Þegar ég verð stór

Naar_jeg_bliver_storNorræna ráðherranefndin hefur gefið út nýtt veftímarit um frumkvöðlafræðslu í grunnskólum sem ber nafnið Når jeg bliver stor. Í tímaritinu er greint frá frumkvöðlastarfi í Hofstaðaskóla í Garðabæ, Ingunnarskóla í Reykjavík og Biophilia verkefni Bjarkar Guðmundsdóttur, Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Frekari upplýsingar og hlekk á slóð tímaritsins má finna hér.

 

Færðu inn athugasemd

Filed under Óflokkað

Kynning á Norden i Skolen

nordeniskolen– Nýtt norrænt kennslutæki á netinu!

Norden i Skolen er nýtt samnorrænt kennslutæki á netinu sem býður kennurum og nemendum upp á alveg nýja möguleika við kennslu á norðurlandamálunum. Á vefsvæðinu má m.a. finna rafrænar tungumálaæfingar og –spil, norræna hjóðorðabók, gagnvirka málsögulega tímalínu, ljóð, stuttmyndir, smásögur, vinabekkjaleit, sýndarkennaraherbergi og margt fleira.

Thomas Henriksen, verkefnisstjóri, heldur kynningu á Norden i Skolen
í Norræna húsinu í Reykjavík mánudaginn 26. ágúst, kl. 13 – 16 og
í Brekkuskóla á Akureyri þriðjudaginn 27. ágúst kl. 14:15 – 17.

Thomas leiðir gesti um vefsvæðið og útskýrir innihald þess og notkunarmöguleika.

Dagskrá:
2 tímar Kynning
– sýndir er danskir textar, stuttmyndir og tónlistarmyndbönd.
– kennslufræðilegar hugmyndir fyrir kennslu í dönsku, norsku og sænsku
– nýja vinabekkjatólið
Hópavinna: þátttakendur nota vefsvæðið og ræða saman um notkunarmöguleika þess.

15 mín. Kaffi og danskt góðgæti

45 mín. Kynning á niðurstöðum úr hópavinnu
– álit á innihaldi og notkunarmöguleikum vefsvæðisins
– óskir um notkunarmöguleika í framtíðinni með þarfir dönsku-, norsku-, og sænskukennara á Íslandi í huga

Það má kynna sér Norden i Skolen á http://www.nordeniskolen.org. Norden i Skolen vefsvæðið opnar opinberlega í október nk.

Í hnotskurn:
Norden i skolen kynning
Staður og stund: Norræna húsið, mánudaginn 26. ágúst, kl. 13 -16 og Brekkuskóli á Akureyri, þriðjudaginn 27. ágúst, kl. 14:15 – 17
Markhópur: Kennarar og leiðbeinendur, en allir eru velkomnir
Verð: Ókeypis
Annað: Þáttakendur eru beðnir um að taka með sér tölvur ef kostur er á

Frekari upplýsingar veita Stefán Vilbergsson hjá Norræna félaginu á netfanginu: stefan@norden.is og María Jónsdóttir hjá Norrænu upplýsingaskrifstofunni á Akureyri á netfanginu: mariajons@akureyri.is. Tekið er við skráningum til kl. 12 föstudaginn 23. ágúst.

Færðu inn athugasemd

Filed under Tungumál, Vinabekkir

Nýr íslenskur lýðháskóli

lungastjornFyrsti lista lýðháskólinn á Íslandi, LungA Skólinn, hefur opnað fyrir umsóknir. Á ný afstaðinni LungA hátíðinni á Seyðisfirði, kom stjórn LungA skólans saman í fyrsta skipti auk þess sem að opnað var fyrir umsóknir í fyrstu lotu LungA skólans.

LungA Skólinn er alþjóðleg mennta stofnun sem leggur áherslu á eflingu sjálfsins í gegnum listir og sköpun. Fyrsti lista lýðháskólinn á Íslandi. Skólinn er staðsettur á Seyðisfirði, líkt og LungA hátíðin og er byggður á sömu grunn gildum, auk þess sem að LungA Skólinn sækir innblástur í hina rótgrónu skandinavísku lýðháskóla. Boðið verður upp á 16 – 18 vikna prógram sem saman stendur af listasmiðjum, fyrirlestrum og ýmiskonar verkefnum þar sem nemendunum gefst tækifæri til þess að víkka sjóndeildarhringinn, eignast nýja vini og læra að leita uppi ævintýri í hversdagsleikanum.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í 4. vikna „BETA“ prógram LungA Skólans, sem hefst 10. mars og lýkur 4. apríl 2014, en þar fá 20 nemendur samþjappaða útgáfu af námskrá skólans auk þess að fá tækifæri til þess að taka þátt í endanlegri mótun LungA Skólans.

Fyrsta önnin í fullri lengd hefst síðan 25. ágúst 2014 og opnum við fyrir umsóknir í þann áfanga seint á þessu ári, 2013.

Framkvæmdastjórar skólans eru Björt Sigfinnsdóttir (s: 00354 8663046) og Jónatan Spejlborg Jensen (s: 0045 22586913). Fyrir nánari upplýsingar eða umsóknir í LungA Skólann, heimsækið http://www.lunga.is/school

Færðu inn athugasemd

Filed under Lýðháskólar

Staða ungs fólks á Norðurlöndum

Brottfall úr skóla – möguleikar á vinnumarkaði

Nordens Välfärdscenter NVC og Norræna félagið á Íslandi bjóða til málþings um stöðu ungs fólks á vinnumarkaði og brottfall úr skóla í Norræna húsinu fimmtudaginn 23. maí 2013 kl 09.00-11.00.
Meginþema málþingsins verður nýútkomin skýrsla „Unge på kanten“ sem unnin var fyrir Norrænu ráðherranefndina. Bjørn Halvorsen verkefnastjóri skýrslunnar kynnir niðurstöður hennar ásamt Jenny Tägtström.
Terje Olsen verkefnastjóri Þekkingarbankans kynnir nýjan vef kunnskapsbanken.org sem fer í loftið 16. maí n.k. Kunnskapsbanken.org er upplýsingavefur um nám og atvinnumöguleika, rannsóknir og velheppnuð verkefni. Þessi hluti málþingsins fer fram á ensku.

Til að kynna stöðu mála á hér á landi og gera samanburð á stöðu Íslands og hinna Norðurlandanna verða pallborðsumræður með stuttum erindum þátttakenda:

• Gestur Guðmundsson prófessor við Háskóla Íslands
• Sigrún Harðardóttir framhaldsskólakennari og starfs- og námsráðgjafi við Menntaskólann á Egilsstöðum
• Þorbjörn Jensson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar
• Kristjana Stella Blöndal lektor við Háskóla Íslands
• Tryggvi Haraldsson verkefnastjóri Atvinnutorgs í Reykjavík
• Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Föreningarna Nordens Forbund

Þessi hluti málþingsins fer fram á íslensku.

Fundarstjóri er Þorlákur Helgason

Málþingið er öllum opið
Skráning fer fram á norden@norden.is

Færðu inn athugasemd

Filed under Óflokkað

Málfræðidagur

Í dag er málfræðidagur í Svíþjóð!
málfræðidagur

Færðu inn athugasemd

Filed under Tungumál